Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 05. desember 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður Ingi spáir í Brasilía - Suður-Kórea
Hörður Ingi Gunnarsson.
Hörður Ingi Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:00 í kvöld spilar Brasilía við Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.

Brasilía er eitt líklegasta liðið til að vinna mótið en Suður-Kórea er sýnd veiði en ekki gefin.

Hörður Ingi Gunnarsson, leikmaður Sogndal í Noregi, spáir í þennan leik fyrir Fótbolta.net.

Hörður Ingi Gunnarsson:

Brasilía 3 - 1 Suður-Kórea
Brasilía siglir þessu nokkuð þægilega, 3-1. Richarlison setur tvennu og Thiago Silva með eitt. Son klórar svo í bakkann fyrir Suður-Kóreu í lokin.

Fótbolti.net spáir - Haraldur Örn Haraldsson:

Brasilía 2 - 0 Suður-Kórea
Þetta mót hefur kennt okkur að vanmeta ekki litlu liðin og það hefur ekki farið fram hjá Brössunum. Þeir munu bera virðingu fyrir Suður-Kóreu sem leiðir að nokkuð leiðinlegum leik - þar sem Richarlison og Thiago Silva setja sitthvort markið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner