Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. desember 2022 20:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikaela Nótt í Breiðablik (Staðfest)
Mikaela Nótt í leik með Haukum
Mikaela Nótt í leik með Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mikaela Nótt Pétursdóttir er gengin til liðs við Breiðablik frá Haukum. Hún var á láni hjá Íslandsmeisturum Vals á síðustu leiktíð.


Þessi 18 ára gamli fjölhæfi varnarmaður er með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur en hún hefur spilað 61 mótsleik fyrir meistaraflokk Hauka og Vals.

Hún kom við sögu í fjórum leikjum með Val í Bestu deild kvenna síðasta sumar. Hún lék sína fyrstu leiki fyrir Hauka sumarið 2019 þegar hún kom við sögu í þremur leikjum í næst efstu deild.

Hún á að baki 17 unglingalandsleiki.

„Við bjóðum Mikaelu hjartanlega velkomna í Blikafjölskylduna og hlökkum til að sjá hana á vellinum." Segir í tilkynningu frá Breiðabliki.


Athugasemdir
banner