Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 06. febrúar 2020 00:29
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Ný reynsla að vera tveir
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ég hef aldrei spilað leik sem hefur farið svona með handboltatölum. Hvort þetta hafi verið 17-16 eða eitthvað svoleiðis, rosalegur tölur en mikil spenna í þessu svona eins og úrslitaleikur á að vera.“
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur eftir tap hans manna gegn Aftureldingu í úrslitaleik B-deildar Fótbolta.net mótsins í maraþonvítaspyrnukeppni.

„Það á vonandi eftir að bætast eitthvað í hópinn okkar og það var eitthvað um meiðsli en leikmennirnir sem fengu tækifæri í dag stóðu sig bara fínt en svo eru auðvitað hlutir sem við vorum ekki ánægðir með eins og gengur en þetta var áttundi leikurinn okkar og við höfum unnið sjö en maður lærir alltaf þegar maður tapar.“

Sigurður Ragnar er að snúa aftur í þjálfun eftir smá hlé en áður þjálfaði hann meðal annars Kínsverska kvennalandsliði en stendur ekki einn í brúnni því með honum er Eysteinn Húni Hauksson sem er á sínu þriðja ári með lið Keflavíkur. En hvernig hefur samstarf þeirra farið af stað?

„Það hefur gengið bara fínt. Við reynum að nýta styrkleika hvors annars þannig að þeir nýtist liðinu sem best. Það er ný reynsla að vera tveir sem aðalþjálfarar en og hefur sína kosti og galla en við náum að komast yfir fullt og þetta hefur gengið vel hingað til og vonandi náum við að vera ennþá betri áður en tímabilið byrjar. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner