Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. mars 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Samningi Ásgeirs við Leikni rift
Ásgeir Þór Magnússon.
Ásgeir Þór Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ásgeir Þór Magnússon hefur yfirgefið 1. deildarlið Leiknis í Breiðholti eftir stutta dvöl en hann gekk í raðir uppeldisfélagsins á nýjan leik í vetur.

Hann átti að fylla skarð Eyjólfs Tómassonar sem lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil.

Leiknir hafnaði í 3. sæti 1. deildarinnar í fyrra.

Af heimasíðu Leiknis:
Leiknir hefur orðið að ósk Ásgeirs Þórs Magnússonar markvarðar og hefur samningi hans við félagið verið rift.

Ásgeir samdi við Leikni í vetur en hefur ekki þann tíma sem hann hélt til að sinna þessu verkefni 100% og þetta varð því niðurstaðan.

Markvörðurinn ungi Viktor Freyr Sigurðsson sem er kominn upp úr 2. flokki Leiknis hefur varið mark meistaraflokks í flestum leikjum í vetur og staðið sig vel.


Athugasemdir
banner
banner