Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   sun 06. apríl 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmann KR, eftir jafntefli liðsins gegn KA á Akureyri í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 KR

„Alltaf erfitt að koma inn í mótið og allir extra gíraðir. Við sýndum góða spilkafla og við vitum allir að við getum gert betur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta byrjaði aðeins að rúlla í seinni hálfleik, við byrjuðum að finna svæðin aðeins betur og leyfa boltanum að vinna fyrir okkur, það vantaði bara mörkin," sagði Jói.

Jói skoraði glæislegt mark þegar hann skaut fyrir utan teig yfir Stubb og í hornið.

„Þetta er voða einfalt. Ég fæ boltann frá Finn Tómasi og treysti sjálfum mér nóg til að skjóta og, auðvitað lætur maður vaða," sagði Jói.

Hann hefur fundið sig vel undir stjórn Óskars Hrafns.

„Mér finnst ég vera finna mig mjög vel á miðjunni. Er að spila vel, skora mörk og líður mjög vel," sagði Jói.
Athugasemdir
banner