Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 27. apríl 2025 22:25
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson var mjög svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-0 í kvöld gegn KR á Avis-vellinum.


Lestu um leikinn: KR 5 -  0 ÍA

„Bara hræðilegt, þetta var bara alltof stórt tap. Mér fannst við klaufar í fyrri hálfleik. Mörkin sem við fáum á okkur í fyrri hálfleik eru af ódýrari gerðinni, svo vægt sé til orða tekið. Sagði Jón Þór.

„Svo er náttúrulega bara galin niðurstaða að spila hérna 90 mínútur án þess að skora mark. Við fáum hættulegar stöður trekk í trekk, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í leiknum. Þá erum við hreinlega bara að vaða í góðum stöðum sem annaðhvort skorti gæði í síðustu sendingunni til þess að gera okkur almennilegan mat úr því. Niðurstaðan er bara hræðileg og mjög slakt hjá okkur að þetta sé niðustaðan í leiknum vegna þess að við hefðum átt að gera miklu betur í leiknum. Bæði í vörn og sókn."

KR skorar fyrsta mark leiksins á 24. mínútu en fram að því hafði ÍA verið töluvert betra liðið. Eftir markið tók KR hinsvegar alveg yfir leikinn.

„Annar leikurinn í röð þar sem við byrjum rosalega vel, og svo fer bara alltof mikið loft úr okkur við að lenda undir og lenda í einhverju mótlæti í leiknum. Tennurnar eru bara dregnar úr okkur hægt og rólega eftir því sem líður á leikinn. Hvernig við endum hérna síðari hálfleikinn er auðvitað bara virkilega slakt. Við vinnum ekki návígi, tæklingar og getum ekki einu sinni brotið almennilega af okkur, ekki nokkurn skapaðan hlut. Þannig að því fór sem fór og við þurfum að rífa okkur heldur betur á lappir eftir þetta."

Staðan var orðin 3-0 eftir 64 mínútur en lokamínútur leiksins var eins og Skagamenn hættu einfaldlega og KR tók því fagnandi, og skoraði tvö mörk í viðbót á loka mínútunum.

„Það allavega leit þannig út, þeir fóru bara að sparka yfir pressuna okkar sem ætti öllu jafna bara að vera hið besta mál. En við vinnum enga bolta, og þá náttúrulega fer sem fer, við vinnum enga stöðu neinsstaðar hvorki varnarlega, né sóknarlega og þeir gengu á lagið. KR-ingarnir með gott sóknarlið og þú getur fengið á þig fimm mörk á móti þeim, en að hafa komist í gegnum þennan leik án þess að skora líka það er ótrúlegt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner