Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 27. apríl 2025 22:25
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson var mjög svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-0 í kvöld gegn KR á Avis-vellinum.


Lestu um leikinn: KR 5 -  0 ÍA

„Bara hræðilegt, þetta var bara alltof stórt tap. Mér fannst við klaufar í fyrri hálfleik. Mörkin sem við fáum á okkur í fyrri hálfleik eru af ódýrari gerðinni, svo vægt sé til orða tekið. Sagði Jón Þór.

„Svo er náttúrulega bara galin niðurstaða að spila hérna 90 mínútur án þess að skora mark. Við fáum hættulegar stöður trekk í trekk, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í leiknum. Þá erum við hreinlega bara að vaða í góðum stöðum sem annaðhvort skorti gæði í síðustu sendingunni til þess að gera okkur almennilegan mat úr því. Niðurstaðan er bara hræðileg og mjög slakt hjá okkur að þetta sé niðustaðan í leiknum vegna þess að við hefðum átt að gera miklu betur í leiknum. Bæði í vörn og sókn."

KR skorar fyrsta mark leiksins á 24. mínútu en fram að því hafði ÍA verið töluvert betra liðið. Eftir markið tók KR hinsvegar alveg yfir leikinn.

„Annar leikurinn í röð þar sem við byrjum rosalega vel, og svo fer bara alltof mikið loft úr okkur við að lenda undir og lenda í einhverju mótlæti í leiknum. Tennurnar eru bara dregnar úr okkur hægt og rólega eftir því sem líður á leikinn. Hvernig við endum hérna síðari hálfleikinn er auðvitað bara virkilega slakt. Við vinnum ekki návígi, tæklingar og getum ekki einu sinni brotið almennilega af okkur, ekki nokkurn skapaðan hlut. Þannig að því fór sem fór og við þurfum að rífa okkur heldur betur á lappir eftir þetta."

Staðan var orðin 3-0 eftir 64 mínútur en lokamínútur leiksins var eins og Skagamenn hættu einfaldlega og KR tók því fagnandi, og skoraði tvö mörk í viðbót á loka mínútunum.

„Það allavega leit þannig út, þeir fóru bara að sparka yfir pressuna okkar sem ætti öllu jafna bara að vera hið besta mál. En við vinnum enga bolta, og þá náttúrulega fer sem fer, við vinnum enga stöðu neinsstaðar hvorki varnarlega, né sóknarlega og þeir gengu á lagið. KR-ingarnir með gott sóknarlið og þú getur fengið á þig fimm mörk á móti þeim, en að hafa komist í gegnum þennan leik án þess að skora líka það er ótrúlegt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner