Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 27. apríl 2025 21:45
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir markalausan fyrri hálfleik gegn Val þurfti lið Þór/KA að gera sér að góða að ganga frá N1-vellinum að Hlíðarenda stigalausar eftir 3-0 tap er liðin mættust í Bestu deild kvenna í dag. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurður hvar munurinn á milli hálfleikja lægi svaraði Jóhann.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Þetta gat alveg verið núll núll leikur og við hefðum örugglega bara tekið því. Við erum hér á erfiðum útivelli á móti góðu liði, En það voru teikn á lofti að við hefðum getað tekið stig eða öll þrjú í dag en við vorum bara klaufar og sjálfum okkur verst að nýta það ekki. Valur gekk á lagið og sérstaklega þegar við fórum að stíga aðeins hærra. Þá fóru þær á bakvið okkur og beittu hættulegum skyndisóknum sem þær uppskáru úr. Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf fyrir þær en þær gerðu þetta mjög vel.“

„Oft er það þannig að fyrstu 10-15 mínútunar þá þarftu að vera tilbúin í baráttuna þangað til að leikurinn kemst í jafnvægi en ég held að þessi leikur hafi aldrei náð jafnvægi. Þetta var bara ekki góður fótboltaleikur ef menn vilja tala um gæði fótboltaleikja útfrá því hvernig er spilað og haldið í bolta. Þessi leikur var bara eins og fyrstu 10-15 allan tímann.“
Bætti Jóhann við um leikinn.

Eftir tvo sigra í fyrstu þremur leikjunum er Þór/KA þó á ágætu róli í deildinni í dag þrátt fyrir tap. Finnst Jóhanni liðið hafa tekið framförum frá því í fyrra.

„Já ég held ég geti sagt það með algjörri vissu að liðið hefur tekið framförum. Það eru lykilleikmenn sem eru orðnir betri heldur en í fyrra. Það er betra form á flestum ef ekki öllum en það er ekki þar með sagt að þú fáir alltaf allt í hverjum einasta leik. Við eigum eftir að sjá þetta lið eiga frábæra leiki en verðum að sætta okkur við það að alveg eins og nýkrýndir meistarar Liverpool að við eigum vonda leiki inn á milli.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner