Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 28. apríl 2025 22:12
Haraldur Örn Haraldsson
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Vissulega svekkjandi eftir svona miðað við hvernig færin í lokin fóru gegn okkur. Við fengum sannarlega tækifæri og vorum nálægt því að  skora í lokin. En heilt á litið kannski sanngjörn úrslit."

Víkingar áttu ekki sinn besta dag sóknarlega og náðu ekki að skapa sér mörg færi í leiknum. 

„Þú vilt alltaf skapa fleiri færi en við gerðum í þessum leik, við hefðum viljað haft meiri stjórn en við gerðum í leiknum. Þetta var mjög jafn leikur og hvorugt liðið að skapa sér. Maður hefði viljað sjá okkur aðeins meira 'cool' á boltann á mómentum. Þegar við fáum boltann að kannski ekki að klára sóknirnar svona snemma, velja betri móment. Þetta var bara mjög jafn leikur og bæði lið mætt til leiks til þess að berjast og ná í þessi stig og úr því varð hörku leikur. Smá svekkjandi hvernig við náðum ekki stjórn á leiknum."

Víkingar voru ekki neitt sérstaklega ánægðir með Sigurð Hjört dómara leiksins og teymið hans, þar sem þeim fannst halla á þá í dómgæslunni.

„Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur. Þeir fengu að brjóta endalaust á okkur án þess að fá nein gul spjöld þannig að þeir gátu sett góða pressu á okkur og stoppað okkur sóknarlega. Mér leiðist að kvarta yfir dómgæslu þannig séð, við hefðum bara átt að gera betur. Ég vill samt hrósa strákunum fyrir að þeir lögðu allt í þennan leik. Okkur vantaði bara að vera aðeins meira 'cool' á boltanum og þora að spila honum betur."

Helgi Guðjónsson tók flestar spyrnurnar í leiknum þar á meðal vítaspyrnuna sem hann skoraði úr. Gylfi Þór Sigurðsson er hinsvegar í liðinu og það hefðu flestir búist við því að sjá hann taka þessar spyrnur.

„Helgi hefur ekki klúðrað vítaspyrnu fyrir Víking ennþá. Þannig að svo lengi sem það gerist þá sé ég ekki ástæðu til þess að breyta um vítaskyttu. Síðan fer það bara eftir hvar á vellinum aukaspyrnurnar eru, hvort við viljum 'in swing' eða 'out swing'  aukaspyrnur, hvort hentar betur. Með vinstri fótar mann eins og Helga þá tekur hann þær spyrnur ef það hentar betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner