Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   sun 06. apríl 2025 17:37
Hilmar Jökull Stefánsson
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
Patrick að fagna jöfnunarmarkinu gegn Vestra
Patrick að fagna jöfnunarmarkinu gegn Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Patrick Pedersen hjó enn í átt að markameti Tryggva Guðmundssonar yfir flest mörk í efstu deild, en Daninn er nú 15 mörkum frá því að bæta metið eftir að hann skoraði jöfnunarmark Valsmanna gegn Vestra í dag.

„Ömurleg. Ég verð að vera hreinskilinn. Við vorum ekki nógu góðir og ekki nógu beinskeyttir í fyrri hálfleik. Við hefðum getað klárað leikinn á fyrstu 20 mínútunum en við gerðum það ekki. Við komum út í seinni hálfleikinn og þeir skora eftir 10 sekúndur. Þetta var erfitt, við reyndum, það var vilji í liðinu en það var ekki nóg.“


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Vestri

Valsliðið átti fullt af færum snemma í leiknum. Urðu þeir stressaðir eftir að þeir náðu ekki að nýta þessi færi?

„Við héldum áfram en gegn svona varnarsinnuðu liði eins og þeirra liði þá verðum við að nýta færin okkar. Þeir fá eitt færi og við lendum strax undir.“

Patrick er, eins og áður segir, 15 mörkum frá markametinu. Ætlar hann að slá metið í sumar?

„Ég veit það ekki. Við sjáum til. Ég vil bara vinna leiki og við tökum þetta áfram þaðan.“

Að spila gegn bróður sínum er alltaf sérstakt, skipti það Patrick einhverju sérstöku máli í dag?

„Auðvitað er það smá sérstakt en ég hugsa ekki út í það úti á vellinum.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner