Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. maí 2020 06:00
Elvar Geir Magnússon
Endurkoma þýska boltans færist aftar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Áætlanir Þjóðverja um að hefja Bundesliguna að nýju hafa færst aftar en samkvæmt ákvörðun stjórnvalda getur deildin í fyrsta lagi farið af stað aftur þann 22. maí.

Vonir voru um að deildin gæti hafist aftur þann 15. maí en nú er ljóst að það tekst ekki.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að liðin í Þýskalandi þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví áður en deildin getur farið aftur af stað.

Deildin hefst því aftur í fyrsta lagi 22. maí en ýmsir fjölmiðlar telja að stefnt verði að því að byrja viku síðar.

Það eru þó jákvæð tíðindi fyrir aðdáendur þýska boltans að stjórnvöld virðast hafa gefið grænt ljós á að deildin fari aftur af stað.

Leikir færu fram undir ströngum skilyrðum og án áhorfenda. Þýska deildin verður þá fyrsta deildin af þeim fimm stóru í Evrópu til að hefja leik að nýju.

Þýsk lið hafa verið að æfa í hópum síðan um miðjan apríl og hafa allir leikmenn og þjálfarar farið í sýnatökur.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner