Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 06. júní 2023 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: KA rétt marði Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA 2 - 1 Grindavík
1-0 Birgir Baldvinsson ('45)
1-1 Marko Vardic ('68)
2-1 Jakob Snær Árnason ('87


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Grindavík

KA er þriðja félagið til að tryggja sér þátttöku í undanúrslitum Mjólkurbikarsins 2023. KA lagði Lengjudeildarlið Grindavíkur að velli er liðin mættust á Akureyri í dag.

Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik en Aron Dagur Birnuson hélt gestunum úr Grindavík inni í leiknum með mikilvægum markvörslum.

Þegar staðan virtist ætla að vera markalaus í leikhlé kom Birgir Baldvinsson boltanum í netið eftir að Bjarka Aðalsteinssyni mistókst að hreinsa boltann út úr vítateignum. Birgir skoraði með síðustu snertingu hálfleiksins.

Grindvíkingar sýndu góða baráttu í síðari hálfleik en það var lítið marktækt sem gerðist þar til á 68. mínútu, þegar Marko Vardic skoraði stórglæsilegt mark. Marko tók laglega við boltanum áður en hann smellti honum í netið með góðu skoti utan vítateigs. Markið má sjá hér fyrir neðan.

KA jók sóknarþungann eftir jöfnunarmark gestanna en skapaði sér lítið af færum. Akureyringum tókst þó að skora undir lokin, þegar Jakob Snær Árnason kláraði frábæra sókn með marki.

Grindavík lagði allt í sóknarleikinn í uppbótartíma en tókst ekki að jafna leikinn á ný þrátt fyrir mikla hættu á lokasekúndunum.

Lokatölur urðu því 2-1 og er KA þriðja félagið til að tryggja sig í undanúrslit eftir Víkingi R. og Breiðabliki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner