Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 06. júlí 2018 15:52
Magnús Már Einarsson
HM: Slæm mistök hjá Muslera í þægilegum sigri Frakka
Frakkar fagna marki í dag.
Frakkar fagna marki í dag.
Mynd: Getty Images
Fernando Muslera missir boltann í netið í öðru markinu.
Fernando Muslera missir boltann í netið í öðru markinu.
Mynd: Getty Images
Frakkland 2 - 0 Úrúgvæ
1-0 Raphael Varane ('40 )
2-0 Antoine Griezmann ('61 )

Frakkland varð fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum HM með nokkuð þægilegum 2-0 sigri á Úrúgvæ í dag.

Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik náði Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, að brjóta ísinn á 40. mínútu. Varane skallaði þá aukaspyrnu Antoine Griezmann í netið.

Griezmann skoraði sjálfur annað markið eftir rúmlega klukkutíma leik. Hann átti þá fast skot af löngu færi sem fór beint á Fernando Muslera í markinu. Muslera misreiknaði boltann og sló hann í netið. Klaufaleg mistök.

Smelltu hér til að sjá markið

Úrúgvæ saknaði Edinson Cavani sem var ekki með vegna meiðsla og liðið var aldrei líklegt til að koma til baka eftir að Frakkar komust í 2-0.

Martin Caceres komst næst því að skora fyrir Úrúgvæ í leiknum en Hugo Lloris varði skalla hans glæsilega undir lok fyrri hálfeliks í stöðunni 1-0.

Hvað þýða úrslitin?
Frakkar fara áfram í undanúrslit og mæta annað hvort Brasilíu eða Belgíu á þriðjudaginn. Leikur Brasilíu og Belgíu hefst klukkan 18:00 í kvöld.

Frakkland: Lloris; Pavard, Varane, Umtiti, Hernandez; Pogba, Kante; Mbappe (Dembele 88), Griezmann (Fekir 90+3), Tolisso (N'Zonzi 80); Giroud.
Úrúgvæ: Muslera; Gimenez, Caceres, Godin, Laxalt; Nandez (Urretaviscaya 73), Torreira, Bentancur (Rodríguez 59), Vecino; Suarez, Stuani (Gomez 59)
Athugasemdir
banner
banner