De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 06. júlí 2024 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Bryndís á skotskónum í sigri
Kvenaboltinn
Bryndís Arna skoraði fyrsta mark sitt í tæpa fjóra mánuði
Bryndís Arna skoraði fyrsta mark sitt í tæpa fjóra mánuði
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir var á skotskónum í 2-1 sigri Växjö á Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Íslenska landsliðskonan kom til Växjö frá Val fyrir tímabilið og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sigri á Kristianstad í mars.

Hún gekk í gegnum erfið meiðsli í apríl og maí en hefur nú spilað síðustu fjóra leiki Växjö.

Bryndís skoraði annað mark liðsins á 82. mínútu, ansi mikilvægt mark en gestirnir minnkuðu mnuninn þremur mínútum síðar.

Hún lék allan leikinn eins og Þórdís Elva Ágústsdóttir en Växjö er í 9. sæti með 17 stig.

Íslendingalið Örebro vann þá 1-0 sigur á Djurgården. Katla María Þórðardóttir var í byrjunarliði Örebro en Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir kom inn af bekknum þegar tólf mínútur voru eftir. Örebro er í næst neðsta sæti með 9 stig.

Natasha Moraa Anasi Erlingsson kom inn af bekknum í 2-1 sigri Brann á Asane í norsku úrvalsdeildinni. Brann er í 3. sæti með 31 stig.
Athugasemdir
banner