Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 06. september 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Koeman: Leikurinn gegn Þjóðverjum enginn lykilleikur
Mynd: Getty Images
Holland og Þýskaland eigast í kvöld við í C-riðli í undankeppni EM2020.

Þýskaland er með níu stig eftir þrjá leiki og Holland er með þrjú stig eftir tvo leiki. Holland lék ekki í undankeppni EM í sumar þar sem liðið tók þátt í Þjóðadeildinni. Norður Írland er óvænt á toppi riðilsins með 12 stig eftir fjóra leiki.

Þjóðirnar eru nágrannaþjóðir og oft mikill hiti í þessum viðureignum. Ronald Koeman, þjálfari hollenska liðsins, vill þó ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins í kvöld.

„Leikurinn er enginn lykilleikur fyrir okkur, við verðum að ná í fullt hús gegn hinum liðunum í riðlinum," sagði Koeman í gær.

Hollenska liðið lagði það þýska í Þjóðadeildinni í fyrra en tapaði í mars í fyrri leik liðanna í riðlinum í undankeppni EM.
Athugasemdir
banner
banner