Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 06. nóvember 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amorim spurður hvort hann ætli að taka Gyökeres með til Man Utd
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Svíinn Viktor Gyökeres átti stórkostlegan leik í gær þegar Sporting vann sannfærandi sigur á Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeildinni.

Gyökeres, sem er eftirsóttasti framherji Evrópu í dag, skoraði þrennu í leiknum.

Áhuginn minnkaði ekkert á honum við þetta en Rúben Amorim, stjóri Sporting, var spurður að því eftir leikinn hvort að hann ætlaði ekki að taka hann með sér til Manchester United. Amorim tekur við United þann 11. nóvember næstkomandi.

„Ég get ekki verið að grínast með það. Það var erfitt fyrir mig að fara og ef ég fer að grínast með Gyökeres, þá verða vandræði," sagði Amorim.

„Þetta er borgin mín, landið mitt og ég verð að bera virðingu fyrir því. Viktor klárar tímabilið og svo er þetta hans líf."

Það hafa verið sögur þess efnis síðustu daga að Gyökeres hafi engan áhuga á Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner