Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
45 ára Inamoto leggur skóna á hilluna
Inamoto skoraði 9 mörk í 58 leikjum með Fulham.
Inamoto skoraði 9 mörk í 58 leikjum með Fulham.
Mynd: Ívan Guðjón Baldursson
Miðjumaðurinn Junichi Inamoto hélt fréttamannafund á miðvikudaginn til að kynna að hann væri að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir langan og farsælan feril.

Inamoto er 45 ára gamall og leikur fyrir Nankatsu SC í fimmtu efstu deild í Japan.

Hann lék á láni hjá Arsenal tímabilið 2001-02 spilaði í heildina 66 leiki í efstu deild enska boltans með Fulham og West Bromwich Albion.

Inamoto lék einnig fyrir Eintracht Frankfurt í efstu deild þýska boltans og Rennes í efstu deild í Frakklandi og þá spilaði hann 82 landsleiki fyrir Japan.

Inamoto vann það sér helst til frægðar að skora í tveimur leikjum í röð í riðlakeppni HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu, þar sem Japanir voru slegnir út í 16-liða úrslitum en Kóreubúar enduðu í fjórða sæti mótsins eftir dómaraskandala í sigrum gegn Ítalíu og Spáni.

„Ég hef hugsað um að hætta á hverju ári síðustu tvö eða þrjú ár en núna er tíminn runninn upp. Mér líður ekki eins og ég geti hjálpað liðinu lengur. Ég vonast til að geta miðlað kunnáttu minni sem þjálfari í framtíðinni," sagði Inamoto meðal annars á fréttamannafundinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner