Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 06. desember 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Tekur því sem hrósi að vera líkt við Stoke
„Þetta er eina deild heims þar sem svona margir leikmenn hópast í kringum markvörðinn og eru ýtandi. Arsenal er nýja Stoke er það ekki? Föstu leikatriðin geta ráðið úrslitum, eins og þau gerðu í dag," sagði Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, í sjónvarpsútsendingu í vikunni. Eftir að Arsenal vann 2-0 sigur gegn United en bæði mörkin komu úr hornspyrnum.

Í kjölfarið hefur vinsælasta grínið í boltanum verið að líkja Arsenal við Stoke og var Mikel Arteta, stjóri Arsenal, spurður út í samlíkinguna á fréttamannafundi í dag.

„Ég skil vel hvað Berbatov var að segja. Þetta var sagt á jákvæðan hátt. Við tökum þessu sem hrósi," segir Arteta en talað er um Arsenal sem 'hornspyrnukónga'.

„Við viljum vera kóngar í öllu, föstum leikatríðum, pressu, sækja í opin svæði. Við viljum vera bestir í heimi. Besta andrúmsloftið og leikvangurinn. Besta akademían, bestir í að sækja leikmenn, vera með bestu þjálfarana. Það er markmiðið."

Stoke City varð frægt fyrir að sérhæfa sig í að skora úr föstum leikatriðum undir stjórn Tony Pulis.
Enski boltinn - Er Ödegaard þá Charlie Adam?
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner