Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 06. desember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Grannaslagir og mikil spenna
Mynd: EPA
Það fer heil umferð fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem flest lið deildarinnar eru að mæta til leiks í fimmtánda sinn á deildartímabilinu.

Fjörið hefst í hádeginu á morgun þegar Everton og Liverpool eigast við í nágrannaslag. Liðin berjast um Bítlaborgina en Liverpool hefur unnið fimm af síðustu tíu innbyrðisviðureignum liðanna, á sama tíma og Everton hefur unnið tvær.

Englandsmeistarar Manchester City mæta svo til leiks á útivelli gegn Crystal Palace. Lærisveinar Pep Guardiola vonast til að vera búnir að jafna sig eftir hrikalega slæmt gengi síðustu vikna, en þeir sigruðu loks fótboltaleik þegar Nottingham Forest kíkti í heimsókn í gærkvöldi.

Leikmenn Forest hafa líklega ekki ferðast heim eftir tapið gegn City í gær þar sem þeir eiga annan útileik í Manchester um helgina. Í þetta skiptið heimsækja þeir Man Utd sem hefur verið að sýna batamerki undir nýjum þjálfara.

Sunnudagurinn hefst á Lundúnaslag þegar Fulham fær Arsenal í heimsókn og honum lýkur einnig á höfuðborgarslag þegar Tottenham og Chelsea eigast við í gríðarlega spennandi bardaga.

West Ham og Wolves eigast að lokum við í kvöldleik mánudagsins og gæti það verið síðasti leikur Julen Lopetegui við stjórnvölinn hjá Hömrunum. Það gæti einnig verið síðasti leikur Gary O'Neil við stjórn hjá Úlfunum.

Laugardagur
12:30 Everton - Liverpool
15:00 Aston Villa - Southampton
15:00 Brentford - Newcastle
15:00 Crystal Palace - Man City
17:30 Man Utd - Nott. Forest

Sunnudagur
14:00 Fulham - Arsenal
14:00 Ipswich Town - Bournemouth
14:00 Leicester - Brighton
16:30 Tottenham - Chelsea

Mánudagur
20:00 West Ham - Wolves
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner