Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fös 06. desember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Toppliðin á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þrettánda umferð þýska deildartímabilsins fer fram um helgina og hefst fjörið strax í kvöld þegar Stuttgart mætir Union Berlin. Þar mætast tvö af spútnik liðum síðustu ára í þýska boltanum sem eru þó aðeins um miðja deild sem stendur.

Á morgun eiga toppliðin þrjú heimaleiki á sama tíma. Topplið FC Bayern mætir Heidenheim á meðan Eintracht Frankfurt, sem er fjórum stigum eftir Bayern, fær Augsburg í heimsókn.

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen eiga svo heimaleik við nýliða St. Pauli, en Leverkusen er sjö stigum á eftir Bayern í toppbaráttunni sem stendur.

RB Leipzig er í fjórða sæti og heimsækir Holstein Kiel í dag, áður en Borussia Dortmund, sem situr í fimmta sæti, spilar erfiðan útileik við Borussia Mönchengladbach.

Á sunnudaginn eigast Wolfsburg og Mainz við í afar spennandi slag, þar sem bæði lið hafa unnið þrjá leiki í röð og stefna á að berjast um Evrópusæti.

Hoffenheim og Freiburg eigast við í síðasta leik helgarinnar.

Föstudagur
19:30 Stuttgart - Union Berlin

Laugardagur
14:30 Leverkusen - St. Pauli
14:30 FC Bayern - Heidenheim
14:30 Eintracht Frankfurt - Augsburg
14:30 Bochum - Werder Bremen
14:30 Holstein Kiel - RB Leipzig
17:30 M'Gladbach - Dortmund

Sunnudagur
14:30 Wolfsburg - Mainz
16:30 Hoffenheim - Freiburg
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner
banner