Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. febrúar 2020 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja Messi vilja halda kyrru fyrir í Barcelona
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, ætlar sér að vera áfram hjá spænska úrvalsdeildarfélaginu þrátt fyrir deilur við Eric Abidal og sögusagnir um Manchester City.

Í gær vitnaði The Athletic í heimildarmenn sína sem sögðu að Man City teldi sig eiga möguleika á að fá Messi næsta sumar.

Messi, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, hefur leikið með Barcelona allan sinn feril. Hann ætlar að vera áfram þar samkvæmt heimildum Sky Sports. Eiga þessir heimildir að koma frá aðilum sem nánir eru hinum 32 ára gamla Messi.

Sky Sports segir að Messi sé staðráðinn í að klára alla vega núgildandi samning sinn, sem rennur út árið 2021. Hann sé svo opinn fyrir því að ræða um framlengingu á samningnum.

Sjá einnig:
Guardiola: Held að Messi ljúki ferlinum hjá Barcelona
Abidal heldur starfinu hjá Barcelona - Messi vill frið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner