Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 07. febrúar 2023 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Ævintýri Wrexham lokið eftir ótrúlegan leik - Burnley áfram
Billy Sharp
Billy Sharp
Mynd: Getty Images

Utandeildarliðið Wrexham sem er í eigu Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney hefur lokið keppni í enska bikarnum eftir ótrúlegan leik gegn Sheffield United.


Anel Ahmedhodzic kom Sheffield yfir í upphafi síðari hálfleiks en hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu stuttu síðar. Paul Mullin jafnaði metin með því að negla boltanum beint á markið úr vítinu.

Hann fékk tækifæri til að koma Wrexham í forystu þegar liðið fékk aðra vítaspyrnu en Adam Davies varði vítið frá honum.

Sex mínútum var bætt við venjulegan leiktíma en þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir tryggði hinn 37 ára gamli BIlly Sharp sigur Sheffield. Sander Berge gulltryggði þetta síðan á lokasekúndunum.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram en liðið lagði Ipswich á dramatískan hátt. Nathan Tella kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu en Ipswich var ekki lengi að jafna metin.

Staðan var jöfn í hálfleik en það var ekki fyrr en í uppbótartíma þegar Tella skoraði sitt annað mark og annað mark Burnley og tryggði liðinu áfram. Jóhann Berg byrjaði á bekknum en kom inn á á 84. mínútu.

Sheffield fær Tottenham í heimsókn og Burnley fær Fleetwood sem vann Sheffield Wednesday í kvöld.

Burnley 2 - 1 Ipswich Town
1-0 Nathan Tella ('1 )
1-1 George Hirst ('3 )
2-1 Nathan Tella ('90 )

Fleetwood Town 1 - 0 Sheffield Wed
1-0 Carlos Mendes Gomes ('60 )

Grimsby 3 - 0 Luton
1-0 Harry Clifton ('9 )
2-0 Danilo Orsi ('28 )
3-0 Danny Amos ('45 )

Sheffield Utd 3 - 1 Wrexham
1-0 Anel Ahmedhodzic ('50 )
1-1 Paul Mullin ('59 , víti)
1-1 Paul Mullin ('71 , Misnotað víti)
2-1 Billy Sharp ('90 )
3-1 Sander Berge ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner