Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 07. apríl 2019 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Everton með sanngjarnan sigur á Arsenal
Jagielka skoraði markið.
Jagielka skoraði markið.
Mynd: Getty Images
Gylfi í leiknum.
Gylfi í leiknum.
Mynd: Getty Images
Arsenal er áfram í fjórða sæti, en baráttan um Meistaradeildarsæti er mjög hörð.
Arsenal er áfram í fjórða sæti, en baráttan um Meistaradeildarsæti er mjög hörð.
Mynd: Getty Images
Everton 1 - 0 Arsenal
1-0 Phill Jagielka ('10 )

Everton lagði Arsenal að velli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn fór fram á Goodison Park í Liverpool.

Fyrsta alvöru færi leiksins endaði með marki. Lucas Digne tók innkast sem olli usla í teignum. Dominic Calvert-Lewin átti skalla sem datt fyrir fætur Phil Jagielka sem kom boltanum í markið.

Michael Keane átti að spila leikinn en treysti sér ekki vegna veikinda. Því kom Jagielka inn og hann þakkaði fyrir sig.


Staðan í hálfleik var 1-0. Arsenal-menn voru mjög slakir í fyrri hálfleiknum og var forystan verðskulduð. Unai Emery, stjóri Arsenal, gerði tvöfalda breytingu í hálfleik. Hann setti Aaron Ramsey og Pierre Emerick Aubameyang inn á fyrir Mohamed Elneny og Sead Kolasinac.

Arsenal náði ekki mikið að ógna í seinni hálfleiknum og fékk engin dauðafæri. Everton var heilt yfir betri aðilinn og átti sigurinn skilið að lokum. Lokatölur 1-0 fyrir Everton.

Samkvæmt tölfræði BBC þá átti Everton 22 marktilraunir á meðan Arsenal átti aðeins sjö.

Gylfi Þór Sigurðsson lék nánast allan leikinn fyrir Everton. Honum var skipt af velli þegar uppbótartíminn var að hefjast.

Everton fer upp í níunda sæti deildarinnar. Þessi sigur Everton hjálpar liðunum í kringum Arsenal; Tottenham, Chelsea og Manchester United. Baráttan um Meistaradeildarsæti er gríðarlega hörð. Arsenal er í fjórða sæti me'ð 63 stig, alveg eins og Chelsea. Man Utd er svo með 61 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner