
Keflavíkurkonur eru enn stigalausar eftir tap liðins fyrir ÍBV í Keflavík í kvöld. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik náðu Eyjakonur forystu í þeim síðari og bættu síðan við er skammt var til leiksloka.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 2 ÍBV
„Við vorum fínar í fyrri hálfleik og þær stóðu sig bara vel og gerðum oft harða hríð að þeim og óheppnar að setja ekki mark hefði verið mjög ljúft að fara inní hálfleikinn með mark og við lögðum svolítið mikla áherslu að ná þessu marki en það var stöngin út en reyndar held ég að það hafi verið stönginn inn einu sinni þær fullyrða það stelpurnar að boltinn hafi verið inni. “
Eftir fyrra mark Eyjakvenna vottaði fyrir óþolinmæði í sóknarleik heimakvenna. Er það ekki eitthvað sem þær þurfa bara að vinna með?
„ Jú en það er kannski ekkert óeðlilegt við erum að leggja mikla vinnu í þetta og þegar við fáum svona kjaftshögg mark á okkur lið sem er svona reynslulítið við erum með 5 stelpur í þessum hóp sem eiga leik í efstu deild og ekki margir leikir þar á bakinu.“
Natasha Moraa Anasi fyrirliði Keflavíkur sem leikur sem miðvörður er einn sókndjarfasti miðvörður sem undirritaður hefur séð en hversu mikilvæg er hún fyrir hópinn?
„Hún er alveg mögnuð, mikill hvalreki fyrir okkur að hafa fengið hana og eiginlega bara synd að hún skuli ekki vera orðin íslendingur því hún væri örugglega byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu í dag.“
Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir