banner
   lau 07. maí 2022 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Courtois missir af grannaslagnum á morgun
Mynd: Getty Images

Real Madrid tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vikunni eftir magnaðan sigur á Manchester City. Liðið mætir Liverpool á Stade de France þann 28. maí.


Real hefur þegar tryggt sér spænska tiitilinn en liðið mætir Atletico Madrid í grannaslag á útivelli á morgun. Carlo Ancelotti stjóri liðsins var hress á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Þvílík vika, að vinna deildina og komast í úrslit Meistaradeildarinnar! Ef við vinnum þá verður þetta klárlega mitt besta tímabil á ferlinum."

Hann var spurður út í ástandið á hópnum.

„Ég mun ákveða byrjunarliðið á morgun. Það eru nokkrir leikmenn sem geta ekki spilað eins og David Alaba, Eden Hazard, Gareth Bale og Isco. VIð höfðum nokkra daga í hvíld en ég mun gera nokkrar breytingar."

„Ég mun hvíla Courtois og Andriy Lunin mun byrja. Við þurfum að reyna að halda dampi í síðustu leikjunum í deildinni. Bera virðingu fyrir keppninni og treyjunni sem við spilum í," sagði Ancelotti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner