Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. maí 2022 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp tekur undir með aðdáendum Liverpool - „UEFA er alveg sama"
Mynd: EPA
Stuðningsmannasamtök Liverpool sem kalla sig Spirits of Shankley eru ekki sátt með fyrirkomulagið í miðasölu fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar milli Liverpool og Real Madrid.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool tók undir með stuðningsmönnunum.

„Þegar maður sér miðaverðið og fjölda miða sem við fáum, er það rétt? er það rétt að við fáum bara 20 þúsund, Real fær 20 þúsund af 75 þúsund, þá eru 35 þúsund eftir. Ha? Hvert fara þessir miðar?"

Stuðningsmenn Liverpool hafa sent UEFA bréf í von um að miðaverð verði lækkað. Þá saka þeir sambandið um hræsni eftir að sambandið fordæmdi félögin sem vildu koma Ofurdeildinni á laggirnar.

„UEFA er alveg sama, það er heimurinn sem við búum í. Þeir eru með einn stærsta leik sögunnar og þeir vilja ekki gefa miðana svona," sagði Klopp.

„Ég skil stuðningsmennina 100%. Þetta er ekki rétt, þú ert ekki aðeins að borga meira heldur en síðast heldur færðu bara 50% miðanna og restin fer til fólks sem borgar þúsundir fyrir miðana, þannig er peningurinn búinn til."

Leikurinn fer fram þan 28. maí á Stade de France í París.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner