Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. júní 2021 08:00
Elvar Geir Magnússon
Aston Villa gerir tilboð í Ward-Prowse
Powerade
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
James Ward Prowse.
James Ward Prowse.
Mynd: EPA
Wijnaldum er á leið til PSG.
Wijnaldum er á leið til PSG.
Mynd: Getty Images
Mbappe, Haaland, Ward-Prowse, Ödegaard, Neves, Laporte, Giroud og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum þennan mánudaginn. BBC tók saman.

Nasser Al-Khelaifi, foreti Paris St-Germain, segir að franska félagið muni aldrei selja Kylian Mbappe (22) frá sér. (AS)

Það mun kosta rúmlega 171 milljón punda, 200 milljónir evra, að kaupa Erling Haaland (20) frá Borussia Dortmund í sumar. (AS)

Aston Villa ætlar að gera tilboð í James Ward-Prowse, fyrirliða Southampton. Félagið er nýbúið að gera stórt tilboð í Emiliano Buendía, miðjumann Norwich. (Guardian)

Southampton segir að miðjumaðurinn Ward-Prowse sé ekki til sölu. (Mail)

Buendía er á leið til Aston Villa en Arsenal reyndi að fá hann. Arsenal leggur nú enn meiri áherslu á að fá Martin Ödegaard (22) aftur frá Real Madrid, hvort sem hann verður keyptur alfarið eða fenginn aftur á láni. (Football London)

Úlfarnir eru viðbúnir því að fá tilboð í vikunni frá Arsenal í portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (24). (Mail)

Arsenal mun líklega veita Manchester United keppni um Kieran Trippier (30) bakvörð Atletico Madrid. (Metro)

Trippier hefur sagt liðsfélögum sínum í enska landsliðinu að hann sé tilbúinn að yfirgefa Spán og ganga í raðir Manchester United. (Sun)

Barcelona hefur áhuga á spænska varnarmanninum Aymeric Laporte (27) hjá Manchester City og gæti boðið Sergi Roberto (29) til City sem hluta af tilboðinu. (Sport)

Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud (34) gæti enn gengið í raðir AC Milan, þrátt fyrir að Chelsea tilkynnti að félagið hefði virkjað eins árs framlengingu í samningi hans. (Goal)

Barcelona hefur ákveðið að bjóða Georginio Wijnaldum (30) ekki hærri samning eftir að Paris St-Germain bauð honum meira en tvöfalt hærra tilboð en Börsungar. Hollenski miðjumaðurinn er fáanlegur á frjálsri sölu frá Liverpool og er talið líklegast að hann muni nú gera þriggja ára samning við PSG. (Fabrizio Romano)

Juventus gæti reynt að stelpa Memphis Depay (27) fyrir framan nefið á Barcelona á svipaðan hátt. Memphis er að yfirgefa Lyon á frjálsri sölu. (Mundo Deportivo)

Diego Simeone, sem er að framlengja við Atletico Madrid til 2024, vill fá argentínska sóknarmanninn Lautaro Martínez (23) frá Inter. (AS)

Borussia Mönchengladbach er tilbúið að hlusta á tilboð í þýska vængmanninn Jonas Hofmann (28). Leicester, Tottenham, Chelsea og Atletico Madrid eru sögð áhugasöm. (Leicester Mercury)

Real Betis er í viðræðum við paragvæska varnarmanninn Fabian Balbuena (29) sem er að verða samningslaus hjá West Ham. (Mundo Deportivo)

Tottenham mun staðfesta ráðningu á Fabio Paratici, fyrrum yfirmanni leikmannakaupa hjá Juventus, í þessari viku. (Mirror)

Lazio gæti ráðið Maurizio Sarri (62) sem nýjan þjálfara í þessari viku. (Corriere dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner