Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2020 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Santos fær ekki skaðabætur fyrir Neymar
Neymar hefur skorað 69 mörk í 80 leikjum hjá PSG.
Neymar hefur skorað 69 mörk í 80 leikjum hjá PSG.
Mynd: Getty Images
Hann skoraði 105 í 186 leikjum hjá Barca.
Hann skoraði 105 í 186 leikjum hjá Barca.
Mynd: Getty Images
Brasilíska knattspyrnufélagið Santos seldi Neymar til Barcelona fyrir tæplega 60 milljónir evra sumarið 2013.

Félagaskiptin voru mikið í fjölmiðlum vegna þess að Barcelona gaf fjölskyldu Neymar væna fúlgu fjárs áður en félagið lagði fram opinbert tilboð í leikmanninn.

Fyrir þetta vill Santos skaðabætur en mun ekki fá þar sem hegðun Barcelona í málinu var ekki ólögleg samkvæmt Íþróttadómstólnum.

„CAS komst að þeirri niðurstöðu að Santos og Neymar komust að samkomulagi um að rifta samningum sín á milli. Barcelona hafði ekki áhrif á þau samskipti með því að greiða bónus til föðurs leikmannsins eða fyrirtæki hans N&N," segir í yfirlýsingu frá Barcelona.

Santos var dæmt til að greiða lögfræðikostnað Barcelona í málinu sem nemur rétt tæplega 20 þúsund evrum, eða þremur milljónum króna.

Félagaskipti Neymar voru svo umdeild að Sandro Rosell sagði af sér sem forseti Barcelona hálfu ári síðar.

Neymar var lykilmaður hjá Barca í fjögur ár en skipti svo yfir til PSG sumarið 2018 fyrir metfé, eða 222 milljónir evra. Nú vill stórstjarnan fara aftur til Barcelona en ólíklegt að spænska stórveldið eigi efni á að fá hann aftur til sín.

Neymar og Barca hafa átt í erjum eftir félagaskiptin og var Neymar dæmdur til að greiða félaginu 6,7 milljónir evra vegna samningsbrots.

Búist var við að Barca myndi krækja í Neymar í sumar en efnahagsáhrif Covid-19 faraldursins hafa líklegast komið í veg fyrir þau skipti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner