Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   sun 07. júlí 2024 19:11
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Þetta var máttlaust
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Tilfinningin er mjög slæm að tapa þessum leik. Þetta var barningsleikur sem maður var búinn að búa sig undir. Þær náttúrlega setja mark í fyrri hálfleik og bara halda í það og þær voru erfiðar að sækja á þéttar og með sjö manna varnarmúr.“ Sagði svekktur Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis um leikinn eftir 1-0 tap liðsins gegn Keflavík á HS-Orkuvellinum í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Fylkir

Langt er um liðið síðan að lið Fylkis fagnaði síðast sigri í deildinni og töpin hafa hrannast inn í síðustu leikjum. Gunnar var þó ekki alveg til í að kvitta undir að það væri þungt yfir hjá liðinu.

„Þungt og ekki, mér fannst síðasti leikur mjög góður en kannski vonbrigðin þau að við náum ekki að fylgja því eftir. Búið að vera fínar æfingar en við fengum ekki þær áherslur sem við vorum að leggja á á æfingarsvæðinu inn í þennan leik. Þannig að þetta var máttlaust og við töpuðum orustunni inn á vellinum,“

Gunnar gaf lítið fyrir það að aðstæður hefðu einhver afgerandi áhrif á leik síns liðs í dag. En lið Fylkis sem leikur á gervigrasi var í dag mætt á gras í vindi og sól sem þurrkaði það hratt þrátt fyrir vökvun.

„Já og nei, við fórum norður á miklu verra gras og það hafði ekkert áhrif á okkur. Sama í svona þegar við vissum að það yrði einhver barningsleikur, auðvitað rúllar boltinn kannski eitthvað aðeins öðruvísi en það finnst mér ekki skipta neinu máli.“

Gunnar er hlutum mjög kunnugur á HS-Orkuvellinum en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur í þó nokkur ár. Hann var því að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. Tilfinningin skrýtin að fara í klefa gestaliðsins eftir öll þessi ár?

„Já ég viðurkenni það að það var sérstakt. En þegar leikurinn fer í gang þá er þetta bara eins og hver annar leikur. Þægilegra í dag að dóttir mín var á bekknum (Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir) þó ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá hana inná.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner