Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
banner
   mið 07. ágúst 2019 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Við förum að brosa aftur
Ágúst Gylfason. Hann er farinn að brosa aftur.
Ágúst Gylfason. Hann er farinn að brosa aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum brosandi. Það eru allir Blikar brosandi í dag," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn KA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KA

Þetta er fyrsti deildarsigur Blika síðan seint í júní. „Það er langt síðan við brostum síðast. Í dag var þetta frábær frammistaða og við erum gríðarlega sáttir. Það sem ég tek út úr þessu er að við förum að brosa aftur."

Alfons Sampsted er mættur aftur til Blika á láni. Hann lék sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni síðan 2016 í kvöld.

„Alfons var frábær. Hann gerði gríðarlega vel, var ógnandi allan tímann. Hann dró vagninn og gerði alla betri í kringum sig. Allt liðið, þetta var góður dagur fyrir okkur. Allir áttu góðan dag, allir Blikar."

Þrátt fyrir vont gengi að undanförnu eru Blikar áfram í öðru sæti deildarinnar og í undanúrslitum í Bikar.

„Það var kærkomið að vinna þennan leik. Við erum að fara inn í skemmtilegt tímabil. Annað sætið er enn okkar og undanúrslit í bikar. Það er nóg um að vera."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner