Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. ágúst 2022 23:48
Brynjar Ingi Erluson
Leipzig að ganga frá kaupum á Werner
Timo Werner heldur aftur til Leipzig
Timo Werner heldur aftur til Leipzig
Mynd: EPA
Þýska félagið RB Leipzig er að ganga frá kaupum á Timo Werner, framherja Chelsea. Sky í Þýskalandi greinir frá þessum fréttum í dag.

Werner var keyptur til Chelsea frá Leipzig fyrir 47,5 milljónir punda fyrir tveimur árum.

Á þessum tveimur árum eftur hann skorað 23 mörk í 89 leikjum og alls ekki tekist að standast þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Frank Lampard fékk hann til félagsins en Werner skoraði aðeins fjögur deildarmörk í nítján leikjum undir hans stjórn áður en Englendingurinn var látinn taka poka sinn.

Hann hefur ekki heldur náð að heilla undir Thomas Tuchel sem hefur samþykkt það að leyfa honum að fara.

Sky segir að Leipzig hafi komist að samkomulagi við Chelsea um kaup á Werner. Leipzig greiðir 25 milljónir punda fyrir framherjann, sem var ekki í leikmannahópnum í 1-0 sigri á Everton í gær.

Werner mun ferðast til Þýskalands á næstu dögum og ganga frá skiptum sínum.

Þýski framherjinn skoraði 95 mörk og lagði upp 40 í 159 leikjum á fjórum tímabilum með Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner