„Mér líður mjög vel með þennan leik, fannst þetta vera í okkar höndum eiginlega allan leikinn. Auðvitað áttu þeir sín móment, við erum bara á skriði og höldum því bara áfram," sagði Jakob Snær Árnason við Fótbolta.net eftir sigur KA á Val í gærkvöldi.
Þetta var áttundi leikur Jakobs í sumar og KA hefur unnið sex þeirra og gert tvö jafntefli. KA hefur nú ekki tapað níu leikjum í röð. Hvað breyttist hjá KA?
Þetta var áttundi leikur Jakobs í sumar og KA hefur unnið sex þeirra og gert tvö jafntefli. KA hefur nú ekki tapað níu leikjum í röð. Hvað breyttist hjá KA?
Lestu um leikinn: KA 1 - 0 Valur
„Ég kom til baka," sagði Jakob léttur. „Ég veit ekki hvað þetta var í byrjun. Eins og það væri pínu andleysi, ég veit ekki af hverju. Mórallinn var góður, en það vantaði eitthvað upp á. Síðan lögðu menn extra hart að sér og eru kannski að uppskera eftir því núna. Ég held við höfum haldið okkur miklu rólegri innan hópsins en umtalið var, en auðvitað var þetta orðin alvarleg staða. Það er gott að við erum komnir á skrið."
Jakob lenti í því að brjóta hryggjarlið í leik með KA á undirbúningstímabilinu og missti því af byrjun Íslandsmótsins.
„Í leik í Kjarnafæðismótinu í vetur þá dett ég á hælinn á öðrum leikmanni. Ég er að reyna koma mér til baka í smá tíma og það kemst seint í ljóst að ég er með brotin hryggjarlið. Þá tók við pása þar sem hreyfingar á hrygginn þurftu að vera í algjöru lágmarki. Ég reyndi að halda mér í eins góðu standi og ég gat og beið bara eftir græna ljósinu. Síðan kom það og þá var maður bara klár í þetta. Það er um það leyti (sem gengið snýst), við erum allavega ekki búnir að tapa leik síðan ég kom til baka. Það er gott að hafa það með sér."
„Jú, þetta var alveg sársauki. Við héldum að þetta tengdist mjöðminni, það voru alls konar greiningar. Maður hélt í vonina, fannst ég vera batna, fór að gera aðeins meira en fann þá aftur til, alltaf sami verkurinn. Það er erfitt að vera í þessu ef þú ert ekki 100%, sérstaklega fyrir menn eins og mig sem vilja vera í smá djöflagangi. Þá er ógeðslega ömurlegt að geta ekki verið 100%, þá var alltaf eitthvað bögg. Það var högg þegar þetta kom í ljós en gott að vera kominn til baka," sagði Jakob.
Jakob er 27 ára Siglfirðingur sem kom í KA um mitt sumar 2021 frá Þór.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 21 | 14 | 4 | 3 | 48 - 25 | +23 | 46 |
2. Víkingur R. | 20 | 13 | 4 | 3 | 47 - 23 | +24 | 43 |
3. Valur | 21 | 10 | 5 | 6 | 49 - 32 | +17 | 35 |
4. FH | 21 | 9 | 5 | 7 | 36 - 35 | +1 | 32 |
5. ÍA | 21 | 9 | 4 | 8 | 40 - 31 | +9 | 31 |
6. Stjarnan | 21 | 9 | 4 | 8 | 39 - 35 | +4 | 31 |
7. KA | 21 | 7 | 6 | 8 | 32 - 37 | -5 | 27 |
8. Fram | 21 | 7 | 5 | 9 | 28 - 29 | -1 | 26 |
9. KR | 20 | 5 | 6 | 9 | 34 - 39 | -5 | 21 |
10. HK | 21 | 6 | 2 | 13 | 23 - 51 | -28 | 20 |
11. Vestri | 21 | 4 | 6 | 11 | 22 - 42 | -20 | 18 |
12. Fylkir | 21 | 4 | 5 | 12 | 26 - 45 | -19 | 17 |
Athugasemdir