Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. september 2019 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roy Keane vill afsökunarbeiðni frá Ferguson
Mynd: Getty Images
Roy Keane og Gary Neville voru gestir í Off The Ball Roadshow spjallþættinum. Keane er ekki þekktur fyrir að tala undir rós og lét hann ýmsa hluti flakka í þættinum.

Hann gagnrýndi meðal annars stjórnarhætti Sir Alex Ferguson harðlega á meðan Neville sat þögull við hlið hans.

„Ég var hjá félaginu þegar Bryan Robson fór. Ég var hjá félaginu þegar Steve Bruce fór. Þeir eru goðsagnir hjá Man United en mér líkar ekki vel við hvernig var farið með þá," sagði Keane.

„Svo kemur Fergs og segir 'ég hef alltaf gert það sem er best fyrir United'. Það er kjaftæði. Sonur hans spilaði fyrir félagið og vann úrvalsdeildina. Darren. Mjög heppinn. Bróðir hans var yfirnjósnari hjá Man Utd í langan tíma. Ég er hissa að konan hans hafi ekki verið í starfsteyminu."

Keane og Ferguson hafa átt í deilum og tjáði Keane sig um ósættið. Hann segist ekki ætla að tala við Ferguson fyrr en hann og David Gill, fyrrum framkvæmdastjóri Man Utd, fá afsökunarbeiðni frá honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner