Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
   lau 07. september 2024 20:34
Brynjar Óli Ágústsson
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Kvenaboltinn
<b>Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik.</b>
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega stolt af liðinu, mér fannst við sína mjög góða frammistöðu sértaklega í seinni hálfleik. Við vorum inn í leiknum allan tímann,'' segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik, eftir 0-2 tap gegn Sporting Lisbon í forkeppni Meistaradeild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Sporting

„Auðvitað erum við vonsviknar að tapa og komast ekki áfram en fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið úr þessum leik og þetta var bara mjög gott lið. Svona heill yfir aðallega ánægð með frammistöðuna.''

„Við vissum að við værum að fara inn í erfiðan leik, en á sama tima leik sem við áttum alveg breik í. Þetta var ekki þannig að við værum að fara tapa leiknum fyrirfram. Stemningin var bara góð og við vorum bara vel upplagðar. Auðvitað smá högg að fá mark snemma, en mér fannst það ekki slá okkur út úr laginu,''

Breiðablik komu sterkar inn í seinni hálfleik og voru að skapa sér miklu fleiri færi heldur en í fyrri hálfleik.

„Við höfðum engu að tapa og vorum eitt núll undir í hálfleik og við ákveðum bara að kýla á þetta. Ef eitthvað var þá fannst mér þær þreytast meira en við. Svo kemur þetta seinna mark, ein í gegn, þær eru helvítið fljótar þarna frammi,'' segir Ásta hlæjandi.

Hannah, markvörður Sporting, brýtur á Samantha í lok fyrri hálfleiks þegar hún hleypur langt fyrir utan teiginn. Þratt fyrir hættulegt brot fær hún aðeins gult spjald fyrir brotið frá Deborah dómara.

„Mér fannst þetta bara rautt. Ég veit ekki með aðra en ég skil ekki laveg, maður var að reyna fá útskýringu frá en hún bullar bara eitthvað dómarinn. Vill meina að það sé leikmaður frá þeim komin niður, mér fannst hún bara vera í sömu línu og markvörðurinn. Mér fannst þetta alveg galið og mér fannst þetta alveg verðskuldað rautt spjald. Ef við hefðum verið einum fleiri hefðum við getað opnað betur á þær og keyrt aðeins meira og fundið svæðin aðeins betur,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner