Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
   lau 07. september 2024 20:34
Brynjar Óli Ágústsson
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Kvenaboltinn
<b>Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik.</b>
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega stolt af liðinu, mér fannst við sína mjög góða frammistöðu sértaklega í seinni hálfleik. Við vorum inn í leiknum allan tímann,'' segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik, eftir 0-2 tap gegn Sporting Lisbon í forkeppni Meistaradeild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Sporting

„Auðvitað erum við vonsviknar að tapa og komast ekki áfram en fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið úr þessum leik og þetta var bara mjög gott lið. Svona heill yfir aðallega ánægð með frammistöðuna.''

„Við vissum að við værum að fara inn í erfiðan leik, en á sama tima leik sem við áttum alveg breik í. Þetta var ekki þannig að við værum að fara tapa leiknum fyrirfram. Stemningin var bara góð og við vorum bara vel upplagðar. Auðvitað smá högg að fá mark snemma, en mér fannst það ekki slá okkur út úr laginu,''

Breiðablik komu sterkar inn í seinni hálfleik og voru að skapa sér miklu fleiri færi heldur en í fyrri hálfleik.

„Við höfðum engu að tapa og vorum eitt núll undir í hálfleik og við ákveðum bara að kýla á þetta. Ef eitthvað var þá fannst mér þær þreytast meira en við. Svo kemur þetta seinna mark, ein í gegn, þær eru helvítið fljótar þarna frammi,'' segir Ásta hlæjandi.

Hannah, markvörður Sporting, brýtur á Samantha í lok fyrri hálfleiks þegar hún hleypur langt fyrir utan teiginn. Þratt fyrir hættulegt brot fær hún aðeins gult spjald fyrir brotið frá Deborah dómara.

„Mér fannst þetta bara rautt. Ég veit ekki með aðra en ég skil ekki laveg, maður var að reyna fá útskýringu frá en hún bullar bara eitthvað dómarinn. Vill meina að það sé leikmaður frá þeim komin niður, mér fannst hún bara vera í sömu línu og markvörðurinn. Mér fannst þetta alveg galið og mér fannst þetta alveg verðskuldað rautt spjald. Ef við hefðum verið einum fleiri hefðum við getað opnað betur á þær og keyrt aðeins meira og fundið svæðin aðeins betur,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner