Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 07. september 2024 20:34
Brynjar Óli Ágústsson
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Kvenaboltinn
<b>Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik.</b>
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega stolt af liðinu, mér fannst við sína mjög góða frammistöðu sértaklega í seinni hálfleik. Við vorum inn í leiknum allan tímann,'' segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik, eftir 0-2 tap gegn Sporting Lisbon í forkeppni Meistaradeild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Sporting

„Auðvitað erum við vonsviknar að tapa og komast ekki áfram en fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið úr þessum leik og þetta var bara mjög gott lið. Svona heill yfir aðallega ánægð með frammistöðuna.''

„Við vissum að við værum að fara inn í erfiðan leik, en á sama tima leik sem við áttum alveg breik í. Þetta var ekki þannig að við værum að fara tapa leiknum fyrirfram. Stemningin var bara góð og við vorum bara vel upplagðar. Auðvitað smá högg að fá mark snemma, en mér fannst það ekki slá okkur út úr laginu,''

Breiðablik komu sterkar inn í seinni hálfleik og voru að skapa sér miklu fleiri færi heldur en í fyrri hálfleik.

„Við höfðum engu að tapa og vorum eitt núll undir í hálfleik og við ákveðum bara að kýla á þetta. Ef eitthvað var þá fannst mér þær þreytast meira en við. Svo kemur þetta seinna mark, ein í gegn, þær eru helvítið fljótar þarna frammi,'' segir Ásta hlæjandi.

Hannah, markvörður Sporting, brýtur á Samantha í lok fyrri hálfleiks þegar hún hleypur langt fyrir utan teiginn. Þratt fyrir hættulegt brot fær hún aðeins gult spjald fyrir brotið frá Deborah dómara.

„Mér fannst þetta bara rautt. Ég veit ekki með aðra en ég skil ekki laveg, maður var að reyna fá útskýringu frá en hún bullar bara eitthvað dómarinn. Vill meina að það sé leikmaður frá þeim komin niður, mér fannst hún bara vera í sömu línu og markvörðurinn. Mér fannst þetta alveg galið og mér fannst þetta alveg verðskuldað rautt spjald. Ef við hefðum verið einum fleiri hefðum við getað opnað betur á þær og keyrt aðeins meira og fundið svæðin aðeins betur,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner