Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 07. september 2024 20:34
Brynjar Óli Ágústsson
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Kvenaboltinn
<b>Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik.</b>
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega stolt af liðinu, mér fannst við sína mjög góða frammistöðu sértaklega í seinni hálfleik. Við vorum inn í leiknum allan tímann,'' segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðablik, eftir 0-2 tap gegn Sporting Lisbon í forkeppni Meistaradeild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Sporting

„Auðvitað erum við vonsviknar að tapa og komast ekki áfram en fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið úr þessum leik og þetta var bara mjög gott lið. Svona heill yfir aðallega ánægð með frammistöðuna.''

„Við vissum að við værum að fara inn í erfiðan leik, en á sama tima leik sem við áttum alveg breik í. Þetta var ekki þannig að við værum að fara tapa leiknum fyrirfram. Stemningin var bara góð og við vorum bara vel upplagðar. Auðvitað smá högg að fá mark snemma, en mér fannst það ekki slá okkur út úr laginu,''

Breiðablik komu sterkar inn í seinni hálfleik og voru að skapa sér miklu fleiri færi heldur en í fyrri hálfleik.

„Við höfðum engu að tapa og vorum eitt núll undir í hálfleik og við ákveðum bara að kýla á þetta. Ef eitthvað var þá fannst mér þær þreytast meira en við. Svo kemur þetta seinna mark, ein í gegn, þær eru helvítið fljótar þarna frammi,'' segir Ásta hlæjandi.

Hannah, markvörður Sporting, brýtur á Samantha í lok fyrri hálfleiks þegar hún hleypur langt fyrir utan teiginn. Þratt fyrir hættulegt brot fær hún aðeins gult spjald fyrir brotið frá Deborah dómara.

„Mér fannst þetta bara rautt. Ég veit ekki með aðra en ég skil ekki laveg, maður var að reyna fá útskýringu frá en hún bullar bara eitthvað dómarinn. Vill meina að það sé leikmaður frá þeim komin niður, mér fannst hún bara vera í sömu línu og markvörðurinn. Mér fannst þetta alveg galið og mér fannst þetta alveg verðskuldað rautt spjald. Ef við hefðum verið einum fleiri hefðum við getað opnað betur á þær og keyrt aðeins meira og fundið svæðin aðeins betur,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner