Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 07. október 2016 11:45
Elvar Geir Magnússon
Guðlaugur hættur hjá FH - Óli Palli að taka við
Guðlaugur hefur yfirgefið FH.
Guðlaugur hefur yfirgefið FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég geng stoltur frá borði, ég held að það sé ekki annað hægt," segir Guðlaugur Baldursson sem er hættur sem aðstoðarþjálfari FH. Hann var ráðinn í þá stöðu í október 2011.

Sem hægri hönd Heimis Guðjónssonar hefur Guðlaugur fagnað þremur Íslandsmeistaratitlum á fimm árum.

„Það hefur gengið vel og maður er stoltur af þessum tíma. Auk þess var ég yfir afreksskóla félagsins og við höfum átt marga leikmenn sem eru í stórum hlutverkum í yngri landsliðum Íslands. Ég hafði ágæta reynslu áður en ég fór í starfið og nú hefur sú reynsla bara aukist."

„Það var tekin ákvörðun um að breyta til hjá félaginu og fá inn nýjan aðila. Ég ætla ekki að tjá mig um þá ákvörðun sem slíka en ég var tilbúinn að vera eitt ár í viðbót," segir Guðlaugur sem ætlar að halda áfram í þjálfun.

„Nú er maður bara á markaðnum."

Guðlaugur var meistaraflokksþjálfari hjá ÍR í fjögur ár áður en hann fór til FH-inga. Þar á undan hafði hann þjálfað ÍBV.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Ólafur Páll Snorrason, fyrrum leikmaður FH, að taka við sem aðstoðarþjálfari Heimis hjá FH. Ólafur hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar hjá Fjölni síðustu tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner