Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   sun 05. október 2025 22:32
Haraldur Örn Haraldsson
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er bara geggjuð, akkúrat eins og hún á að vera," sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings eftir 2-0 sigur gegn FH, sem tryggði Víkingum Íslandsmeistara titilinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Sölvi er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari og nær í titilinn strax á fyrsta tímabili.

„Þetta er sturlað, ég er ekkert smá ánægður. Það er bara þakklæti sem er mér efst í huga, hvort sem það er fyrir leikmennina sem lögðu mikla vinnu á sig, og allir sem koma að þessu. Geggjaðir stuðningsmenn, sem settu nýtt 'level' í stuðningi í íslenskum fótbolta finnst mér. Aldrei séð annan eins stuðning, þeir hjálpuðu svo sannarlega að landa þessum titli. Stjórn Víkings, allir sem komu að þessu, stóðu þétt við bakið á mér í gegnum erfiða tíma. Þjálfarateymið mitt, ég væri ekki neitt án þeirra. Það er þvílík samstaða og liðsheild sem einkennir Víkinga, það er góð uppskrift af árangri," sagði Sölvi.

Víkingar byrjuðu leikinn í kvöld af miklum krafti og það mátti sjá að þeir væru staðráðnir í því að klára titilinn í kvöld.

„Það er góð blanda af leikmönnum hjá okkur sem hafa gert þetta áður og svo eru held ég í kringum níu leikmenn sem hafa ekki unnið lands titil áður. Þannig það er líka mikið hungur að landa þessu, og það sást á vellinum í dag. Þetta er bara saman safn af miklum sigurvegurum. Strákarnir mæta á hverja einustu æfingu, tilbúnir til að leggja hart af sér. Þegar þú ert með þennan æfingar kúltúr og tilbúinn að leggja þetta mikla vinnu á þig, þá er auðveldara að ná árangri," sagði Sölvi.

Víkingar fara þá á næsta tímabili meistara leiðina í Meistaradeildinni. 

„Það er líka gulrótin að vinna titilinn að þá ferðu þessa leið. Það er svo sem langt í það, og nú ætlum við bara að fagna vel og innilega þessum titli, og hafa gaman í kvöld. Hitt kemur allt seinna," sagði Sölvi.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner