Nico O'Reilly varnarmaður Manchester City hefur verið kallaður upp í enska landsliðshópinn í fyrsta sinn.
Hann kemur í stað Reece James sem meiddist í sigri Chelsea gegn Liverpool um helgina og þurfti að draga sig úr hópnum.
Hann kemur í stað Reece James sem meiddist í sigri Chelsea gegn Liverpool um helgina og þurfti að draga sig úr hópnum.
England leikur vináttulandsleik gegn Wales á fimmtudag og mætir svo Lettlandi í undankeppni HM í næstu viku.
O'Reilly er kallaður upp úr U21 landsliðshópnum en hann er tvítugur.
Hann hefur verið hjá City frá átta ára aldri, leikið 21 leik fyrir aðalliðið og skorað fimm mörk.
Athugasemdir