FH hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á því að fá Hrannar Snæ Magnússon í sínar raðir frá Aftureldingu í vetur. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.
Hrannar er á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og hefur verið besti leikmaður Aftureldingar á tímabilinu.
FH bætist þar með í flokk með bæði KA og Val yfir félög sem vitað er að hafa áhuga á Hrannari, en mjög líklegt er að fleiri renni hýru auga til kantmannsins.
Hrannar er á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og hefur verið besti leikmaður Aftureldingar á tímabilinu.
FH bætist þar með í flokk með bæði KA og Val yfir félög sem vitað er að hafa áhuga á Hrannari, en mjög líklegt er að fleiri renni hýru auga til kantmannsins.
Bæði Valur og KA reyndu að fá Hrannar í sumarglugganum en þeim tilboðum var hafnað.
Hann hefur skorað ellefu mörk í deildinni, þar af þrjú úr vítum og hefur lagt upp tvö mörk.
Athugasemdir