Napoli 2 - 1 Genoa
0-1 Jeff Ekhator ('34 )
1-1 Andre Zambo Anguissa ('57 )
2-1 Rasmus Hojlund ('75 )
0-1 Jeff Ekhator ('34 )
1-1 Andre Zambo Anguissa ('57 )
2-1 Rasmus Hojlund ('75 )
Ítalíumeistarar Napoli, sem leika undir stjórn Antonio Conte, tóku á móti Genoa í ítalska boltanum í dag og var Mikael Egill Ellertsson í byrjunarliði gestanna.
Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill í Napólí en Jeff Ekhator tók forystuna fyrir Genoa á 34. mínútu.
Conte hefur látið lærlinga sína heyra það í leikhlé því seinni hálfleikurinn var talsvert betri hjá hans mönnum. Zambo Anguissa jafnaði metin snemma í síðari hálfleik með skallamarki eftir skyndisókn og fengu heimamenn færi til að taka forystuna.
Rasmus Höjlund setti boltann í netið en rangstæða dæmd og staðan hélst því 1-1 þar til á 75. mínútu, þegar Höjlund skoraði löglegt mark. Hann fylgdi föstu skoti frá Anguissa mjög vel eftir og meistararnir komnir með forystu.
Þeir gerðu vel að drepa leikinn niður eftir seinna markið þar sem gestirnir frá Genúa voru ekki með mikið af kröftum eftir. Lokatölur 2-1.
Napoli jafnar AS Roma á toppi deildarinnar þar sem liðin eiga bæði 15 stig eftir 6 umferðir.
Mikael lék allan leikinn í liði Genoa sem er aðeins komið með tvö stig og deilir botnsæti Serie A með nýliðum Pisa.
Athugasemdir