Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 16:54
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Þriðji sigur Stuttgart í röð
El Khannouss er kominn með tvö deildarmörk með Stuttgart
El Khannouss er kominn með tvö deildarmörk með Stuttgart
Mynd: EPA
Stuttgart 1 - 0 Heidenheim
1-0 Bilal El Khannouss ('65 )

Bilal El Khannouss tryggði Stuttgart þriðja sigurinn í röð er liðið marði Heidenheim, 1-0, í 6. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Stuttgart var mun betri aðilinn en sköpuðu sér samt ekki mörg dauðafæri.

Bardedine Bouanani átti besta færi fyrri hálfleiksins er hann komst inn í teiginn en skot hans lak framhjá markinu.

Miðvörðurinn Jeff Chabot var í skotstuði og reyndi tvö skot af löngu færi. Fyrra skotið beint á markvörðinn en það seinna rétt framhjá.

Bilal El Khannouss skoraði sigurmarkið stuttu eftir seinna skot Chabot, en hann dansaði fyrir utan teiginn áður en hann skaut laflausu en hnitmiðuðu skoti neðst í hægra hornið og tryggði stigin þrjú.

Þriðji sigurinn í röð hjá Stuttgart sem er í 4. sæti með 12 stig eftir sex leiki en Heidenheim í næst neðsta sæti með 3 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 6 6 0 0 25 3 +22 18
2 Dortmund 6 4 2 0 12 4 +8 14
3 RB Leipzig 6 4 1 1 8 8 0 13
4 Stuttgart 6 4 0 2 8 6 +2 12
5 Leverkusen 6 3 2 1 12 8 +4 11
6 Köln 6 3 1 2 11 9 +2 10
7 Eintracht Frankfurt 6 3 0 3 17 16 +1 9
8 Freiburg 6 2 2 2 9 9 0 8
9 Hamburger 6 2 2 2 6 8 -2 8
10 St. Pauli 6 2 1 3 8 9 -1 7
11 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
12 Werder 6 2 1 3 9 14 -5 7
13 Union Berlin 6 2 1 3 8 13 -5 7
14 Augsburg 6 2 0 4 11 13 -2 6
15 Wolfsburg 6 1 2 3 8 10 -2 5
16 Mainz 6 1 1 4 5 10 -5 4
17 Heidenheim 6 1 0 5 4 11 -7 3
18 Gladbach 6 0 3 3 5 12 -7 3
Athugasemdir
banner