Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 10:20
Kári Snorrason
Elías Rafn mætti ekki á liðsfund og var bekkjaður í stórleik
Landsliðsmarkvörðurinn sat á bekknum í stórleik gegn FCK um helgina.
Landsliðsmarkvörðurinn sat á bekknum í stórleik gegn FCK um helgina.
Mynd: EPA

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson missti af liðsfundi í aðdraganda leiks Midtjylland gegn FC Kaupmannahöfn um helgina og þurfti því að sitja á bekknum. Hinn þaulreyndi Jonas Lössl kom í hans stað og varði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn ríkjandi meisturunum.

Elías hefur verið aðalmarkvörður Midtjylland á tímabilinu en Mike Tullberg þjálfari liðsins segir ekkert frekar liggja að baki í ákvörðun sinni, nema að hann hafi misst af fundinum. Bold greinir frá.


„Leikmennirnir vita þetta, en þetta er ekkert stórmál. Á mánudaginn verður þetta gleymt. Ef þeir missa af svona fundum, þá spila þeir ekki.“ 

„Það skiptir engu máli hvaða leikmaður það er eða hvar við spilum. Þetta eru reglurnar. Ég hefði viljað spilað með Elías, en ég hafði frábæran leikmann í Jonas Lössl sem kom inn og átti góðan leik,“ segir Tulberg.

Elías er orðinn aðalmarkvörður íslenska landsliðsins sem mætir Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag.


Athugasemdir