Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 17:24
Ívan Guðjón Baldursson
England: Haaland réði úrslitum í Brentford
Haaland er búinn að skora 9 mörk í 7 leikjum á upphafi nýs úrvalsdeildartímabils.
Haaland er búinn að skora 9 mörk í 7 leikjum á upphafi nýs úrvalsdeildartímabils.
Mynd: EPA
Brentford 0 - 1 Man City
0-1 Erling Haaland ('9)

Erling Braut Haaland heldur áfram að skora fyrir Manchester City og gerði hann eina mark leiksins á útivelli gegn Brentford í dag.

Haaland skoraði snemma leiks eftir langa sendingu frá Josko Gvardiol en Norðmaðurinn gerði mjög vel að hrista varnarmann Brentford af sér áður en hann skoraði.

Gestirnir frá Manchester voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en lentu í miklum vandræðum með að skapa sér færi. Heimamenn í Brentford voru svo sterkari aðilinn í afar tíðindalitlum síðari hálfleik.

Þeim tókst þó ekki að setja boltann í netið svo lokatölur urðu 0-1 fyrir Man City.

Lærisveinar Pep Guardiola eru komnir með 13 stig eftir 7 umferðir. Brentford er með 7 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner