Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Rangers hefur áhuga á að fá Gerrard aftur
Mynd: EPA
Skoska félagið Rangers hefur áhuga á því að fá Steven Gerrard til að taka við liðinu að nýju, eftir að Russell Martin var rekinn.

Rangers er ellefu stigum frá toppliði Hearts eftir aðeins sjö umferðir. Stuðningsmenn Rangers hafa látið reiði sína í ljós og umkringdu liðsrútuna eftir 1-1 jafntefli gegn Falkirk.

Gerrard stýrði Rangers til sigurs í skosku deildinni 2021 en það er eini meistaratitill liðsins síðan 2011.

Hann tók síðan við Aston Villa en þar gekk illa. Stuðningsmenn Rangers hafa þó miklar mætur á honum og honum yrði tekið vel.

Gerrard stýrði síðast Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu og þar gekki ekki vel. Nú þegar Rangers sýnir honum áhuga er hann meðvitaður um að tilboð frá stærri deildum standa honum líklega ekki til boða.
Athugasemdir
banner