Everton tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær og var einu marki undir eftir fyrri hálfleikinn. Gestirnir frá London voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en heimamenn tóku völdin á vellinum er tók að líða á seinni hálfleikinn eftir að David Moyes þjálfari gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik.
Lærisveinar Moyes sköpuðu mikið af færum í seinni hluta síðari hálfleiks og náðu að snúa stöðunni við. Jack Grealish gerði sigurmark í uppbótartíma svo lokatölur urðu 2-1.
„Ég er búinn að bíða eftir svona sigri í góðan tíma. Ég var að bíða eftir sigurmarki seint í leikjunum gegn Aston Villa og Leeds United fyrr á tímabilinu en það kom loksins í dag. Það var frábært að gera þetta sigurmark gegn gífurlega sterkum andstæðingum sem höfðu ekki tapað fótboltaleik í marga mánuði," sagði Moyes eftir sigurinn.
„Ég bjóst við að þeir yrðu svolítið þreyttir eftir að hafa spilað í Evrópu á fimmtudaginn en mér skjátlaðist, þeir spiluðu virkilega vel. Þeir voru mun betri en við í fyrri hálfleiknum, við vorum ömurlegir og gerðum breytingar í hálfleik. Ég er mjög ánægður með áhrifin sem varamennirnir höfðu, þeir hjálpuðu okkur að vinna leikinn."
Moyes skipti Carlos Alcaraz og Beto inn á völlinn fyrir Tyler Dibling og Thierno Barry.
„Við vorum svo lélegir að við hefðum getað verið þremur mörkum undir, Palace hljóta að vera svekktir að hafa ekki gengið frá okkur. Þeir eiga hrós skilið fyrir að hafa spilað fyrri hálfleikinn svona vel, sérstaklega eftir að hafa átt Evrópuleik fyrir helgi."
Moyes ræddi einnig um stemninguna á áhorfendapöllunum á nýjum heimavelli Everton sem þykir ekki nægilega góð. Hann segir að stuðningsmenn séu ennþá að venjast nýjum leikvangi. Þá hrósaði hann einnig Grealish fyrir sitt framlag hingað til á tímabilinu og óskaði honum til hamingju með fyrsta markið sitt í Everton treyjunni.
Everton er ásamt Chelsea og Sunderland í 7.-9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 11 stig eftir 7 umferðir.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 7 | 5 | 1 | 1 | 14 | 3 | +11 | 16 |
2 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
3 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
4 | Bournemouth | 7 | 4 | 2 | 1 | 11 | 8 | +3 | 14 |
5 | Man City | 7 | 4 | 1 | 2 | 15 | 6 | +9 | 13 |
6 | Crystal Palace | 7 | 3 | 3 | 1 | 9 | 5 | +4 | 12 |
7 | Chelsea | 7 | 3 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 11 |
8 | Everton | 7 | 3 | 2 | 2 | 9 | 7 | +2 | 11 |
9 | Sunderland | 7 | 3 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 11 |
10 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
11 | Newcastle | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 5 | +1 | 9 |
12 | Brighton | 7 | 2 | 3 | 2 | 10 | 10 | 0 | 9 |
13 | Aston Villa | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 7 | -1 | 9 |
14 | Fulham | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 11 | -3 | 8 |
15 | Leeds | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 | 11 | -4 | 8 |
16 | Brentford | 7 | 2 | 1 | 4 | 9 | 12 | -3 | 7 |
17 | Nott. Forest | 7 | 1 | 2 | 4 | 5 | 12 | -7 | 5 |
18 | Burnley | 7 | 1 | 1 | 5 | 7 | 15 | -8 | 4 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 7 | 0 | 2 | 5 | 5 | 14 | -9 | 2 |
Athugasemdir