Fiorentina, með Albert Guðmundsson innanborðs, tapaði fyrir Roma, 2-1, á heimavelli sínum í Flórens í dag. Fiorentina er enn án sigurs eftir sex umferðir.
Albert var eins og venjulega í byrjunarliði Fiorentina en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir liðsfélagar hans.
Fiorentina gat ekki beðið um betri byrjun er ítalski landsliðsmaðurinn Moise Kean skoraði með skoti af tuttugu metra færi á 14. mínútu.
Leiðin lá niður á við eftir það. Argentínumaðurinn Matias Soule jafnaði metin með stórkostlegu marki fyrir utan teig á 22. mínútu og átta mínútum síðar átti hann hornspyrnuna sem bjó til sigurmarkið.
Soule spyrnti boltanum inn á teiginn á fjærstöng þar sem Bryan Cristante var mættur til að stanga boltann í netið.
Fiorentina var algerlega fyrirmunað að koma til baka í þessum leik.
Kean átti skot sem hafnaði í stönginni áður en fyrri hálfleiknum lauk og þá átti Roberto Piccoli annað færi sem hafnaði í þverslá í þeim síðari.
Robin Gosens fékk algert dauðafæri til þess að jafna þegar leið á leikinn en brást bogalistin. Fiorentina er áfram án sigurs eftir sex leiki í deildinni og situr nú í 17. sæti með 3 stig en Roma á toppnum með 15 stig.
Bologna vann öruggan 4-0 sigur á Pisa. Nicolo Cambiaghi, Nikola Moro og Riccardo Orsolini komu Bologna í 3-0 forystu í fyrri hálfleiknum.
Það hjálpaði auðvitað að Idrissa Toure, leikmaður Pisa, fékk að líta rauða spjaldið á 36. mínútu, en Bologna skoraði tvö mörk eftir brottrekstur hans.
Jens Odgaard skoraði síðan fjórða og síðasta mark Bologna snemma í síðari hálfleik.
Bologna í 7. sæti með 10 stig en Pisa með 2 stig á botninum.
Udinese og Cagliari skildu þá jöfn, 1-1, í Údíne.
Gennaro Borrelli skoraði fyrir gestina í Cagliari á 24. mínútu en Christian Kabasele jafnaði rúmum hálftíma fyrir leikslok.
Cagliari er í 11. sæti með 8 stig eins og Udinese sem er með slakari markatölu í sætinu fyrir neðan.
Bologna 4 - 0 Pisa
1-0 Nicolo Cambiaghi ('24 )
2-0 Nikola Moro ('38 )
3-0 Riccardo Orsolini ('40 )
4-0 Jens Odgaard ('53 )
Rautt spjald: Idrissa Toure, Pisa ('36)
Udinese 1 - 1 Cagliari
0-1 Gennaro Borrelli ('25 )
1-1 Christian Kabasele ('58 )
Fiorentina 1 - 2 Roma
1-0 Moise Kean ('14 )
1-1 Matias Soule ('22 )
1-2 Bryan Cristante ('30 )
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Roma | 6 | 5 | 0 | 1 | 7 | 2 | +5 | 15 |
2 | Inter | 6 | 4 | 0 | 2 | 17 | 8 | +9 | 12 |
3 | Milan | 5 | 4 | 0 | 1 | 9 | 3 | +6 | 12 |
4 | Napoli | 6 | 4 | 0 | 2 | 10 | 6 | +4 | 12 |
5 | Juventus | 5 | 3 | 2 | 0 | 9 | 5 | +4 | 11 |
6 | Atalanta | 6 | 2 | 4 | 0 | 11 | 5 | +6 | 10 |
7 | Bologna | 6 | 3 | 1 | 2 | 9 | 5 | +4 | 10 |
8 | Como | 6 | 2 | 3 | 1 | 7 | 5 | +2 | 9 |
9 | Sassuolo | 6 | 3 | 0 | 3 | 8 | 8 | 0 | 9 |
10 | Cremonese | 6 | 2 | 3 | 1 | 7 | 8 | -1 | 9 |
11 | Cagliari | 6 | 2 | 2 | 2 | 6 | 6 | 0 | 8 |
12 | Udinese | 6 | 2 | 2 | 2 | 6 | 9 | -3 | 8 |
13 | Lazio | 6 | 2 | 1 | 3 | 10 | 7 | +3 | 7 |
14 | Genoa | 6 | 1 | 2 | 3 | 3 | 7 | -4 | 5 |
15 | Parma | 6 | 1 | 2 | 3 | 3 | 7 | -4 | 5 |
16 | Lecce | 6 | 1 | 2 | 3 | 5 | 10 | -5 | 5 |
17 | Torino | 6 | 1 | 2 | 3 | 5 | 13 | -8 | 5 |
18 | Fiorentina | 6 | 0 | 3 | 3 | 4 | 8 | -4 | 3 |
19 | Verona | 6 | 0 | 3 | 3 | 2 | 9 | -7 | 3 |
20 | Pisa | 6 | 0 | 2 | 4 | 3 | 10 | -7 | 2 |
Athugasemdir