Hallgrímur Jónasson var ekki sáttur með hugarfar sinna manna gegn Vestra í dag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.
„Fyrstu viðbrögð eru blendin en ég er virkilega ánægður fyrir hönd Rasheed að fá að spila sinn fyrsta leik, svo er ég ánægður með seinni hálfleikinn. Mér fannst betra hugarfarið þar, við skorum, en ég hefði viljað skora meira." sagði þjálfari KA við Fótbolti.net eftir leik.
„Ég var ekki ánægður með hugarfarið hjá mörgum leikmönnum í fyrri hálfleik. Mér fannst sjást núna að það væri ekki jafn mikið undir eins og hefur verið og ég var óánægður með það. Mér líður þannig að þegar við erum on og erum með alvöru hugarfar þá erum við top 4 lið í deildinni".
Viðar Örn var ekki í hópnum í dag og Hallgrímur var spurður hver ástæðan fyrir því væri.
„Hann bara er ekki í hóp í dag, við munum leyfa núna aðeins yngri strákum að koma inn í hópinn og Viðar fellur ekki undir þann hóp að vera ungur, hann er að renna útá samning þannig við ákveðum bara að hafa hann utan hóps í dag".
Hallgrímur hefur verið orðaður við Val og var spurður hvort það væri eitthvað til í því.
„Ég er í samningaviðræðum við KA en er ekki í neinum samningaviðræðum við Val þannig að ég er ekkert að spá í því, mér líður vel í KA og við höfum gert vel undan arin ár og ég er ennþá með metnað fyrir að gera eitthvað. Það verður svolítið af breytingum í KA og ég hef mikinn áhuga að taka þátt í því og ég reikna með því að ég verði þjálfari KA á næsta tímabili".