Oliver Glasner þjálfari Crystal Palace gaf kost á sér í viðtöl eftir tapleik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Palace tók forystuna í fyrri hálfleik en heimamenn í liði Everton jöfnuðu í síðari hálfleik áður en Jack Grealish gerði sigurmarkið í uppbótartíma.
Þetta tap hjá Palace bindur enda á 19 leikja hrinu liðsins án taps í keppnisleik, sem hófst með markalausu jafntefli gegn Bournemouth um miðjan apríl.
„Það er ekki nóg að vera 1-0 yfir í fótboltaleik, það eru svo margt sem getur gerst. Það þarf bara eitt hálffæri, ein mistök eða eitt fast leikatriði til að skora mark. Við sáum þetta líka gegn Liverpool í síðustu umferð, við hefðum getað verið 3-0 yfir í leikhlé en skoruðum bara eitt mark sem gerði þeim kleift að jafna úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Í þeim leik fundum við svo sigurmarkið, en í þetta skiptið var það Everton," sagði Glasner.
„Við erum mjög svekktir með tapið því við vorum betra liðið á vellinum í 60 eða 70 mínútur. Þetta var gjörsamlega topp frammistaða hjá okkur stærsta hluta leiksins.
„Þetta tap er sérstaklega sárt því við höfðum ekki tapað fótboltaleik síðan í apríl, en kannski þurfum við á þessu að halda. Það er mikilvægt fyrir leikmenn að finna fyrir þessum sársauka til að geta tekið næsta skref fram á við. Við lærðum mikið af síðasta tapleiknum okkar og við munum gera það sama eftir þennan tapleik.
„Strákarnir eiga hrós skilið fyrir síðustu mánuði. Þeir eru búnir að skrifa sögu félagsins, þeir unnu tvo titla og bættu leikjametið án taps."
Palace er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tapið, með 12 stig eftir 7 umferðir. Fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 7 | 5 | 1 | 1 | 14 | 3 | +11 | 16 |
2 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
3 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
4 | Bournemouth | 7 | 4 | 2 | 1 | 11 | 8 | +3 | 14 |
5 | Man City | 7 | 4 | 1 | 2 | 15 | 6 | +9 | 13 |
6 | Crystal Palace | 7 | 3 | 3 | 1 | 9 | 5 | +4 | 12 |
7 | Chelsea | 7 | 3 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 11 |
8 | Everton | 7 | 3 | 2 | 2 | 9 | 7 | +2 | 11 |
9 | Sunderland | 7 | 3 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 11 |
10 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
11 | Newcastle | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 5 | +1 | 9 |
12 | Brighton | 7 | 2 | 3 | 2 | 10 | 10 | 0 | 9 |
13 | Aston Villa | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 7 | -1 | 9 |
14 | Fulham | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 11 | -3 | 8 |
15 | Leeds | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 | 11 | -4 | 8 |
16 | Brentford | 7 | 2 | 1 | 4 | 9 | 12 | -3 | 7 |
17 | Nott. Forest | 7 | 1 | 2 | 4 | 5 | 12 | -7 | 5 |
18 | Burnley | 7 | 1 | 1 | 5 | 7 | 15 | -8 | 4 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 7 | 0 | 2 | 5 | 5 | 14 | -9 | 2 |
Athugasemdir