Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cucurella, Sturridge og Slot tjáðu sig um Salah
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Chelsea lagði Englandsmeistara Liverpool að velli um helgina þar sem þeir bláklæddu gerðu sigurmarkið undir lok uppbótartímans.

Vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella átti stoðsendinguna og svaraði spurningum að leikslokum. Þar nefndi hann meðal annars að það hafi verið leikplanið hjá Chelsea að sækja mikið upp vinstri vænginn í leiknum útaf Mohamed Salah.

„Við reyndum að sækja meira vinstra megin útaf því að við vitum að Salah er alltaf tilbúinn til að hlaupa upp í skyndisókn og er ekki að sinna mikilli varnarvinnu. Við vorum búnir að fara yfir þetta með þjálfaranum fyrir leikinn og við unnum leikinn útaf þessu," sagði Cucurella

Salah var mikið í umræðunni um helgina og tjáði Daniel Sturridge, fyrrum samherji Salah hjá Liverpool, sig um málið. Hann lagði skóna á hilluna 2022 og starfar í dag sem fótboltasérfræðingur.

„Salah er ekki að taka jafn mörg skot og áður útaf því að hann er ekki lengur aðalmaðurinn í liðinu. Þið getið séð að Cody Gakpo er búinn að eiga 15 marktilraunir á tímabilinu og Dominik Szoboszlai 13 á meðan Salah er bara með 9.

„Þetta er leikmaður sem var aðalmaðurinn í sóknarleiknum, liðið horfði alltaf til hans, en nú hefur það breyst. Hann er ekki að fá boltann á þeim svæðum sem hann er vanur, hann er búinn að taka helmingi færri snertingar á boltann innan vítateigs andstæðinganna á þessari leiktíð heldur en hann var búinn að gera á sama tíma í fyrra. Það spilar líka inn í að Alexander-Arnold er farinn en hann var mjög mikilvægur hlekkur í uppspili liðsins.

„Núna þarf Mo að breyta sínum leikstíl til að aðlagast liðsfélögunum og ég hlakka til að sjá hvernig þetta þróast. Þetta er lið sem er stútfullt af frábærum sóknarmönnum og það er hægt að kalla þetta alvöru lúxusvandamál. Salah er búinn að vera aðalmaðurinn síðustu árin og ég held að hann sé ekki tilbúinn til að láta það hlutverk frá sér. Það er skiljanlegt útaf því að hann hefur verið ótrúlega góður."


Arne Slot þjálfari Liverpool tjáði sig einnig um Salah að leikslokum og kom honum til varnar.

„Hann fékk mörg tækifæri í þessum leik til að gera það sem hann hefur gert svo oft áður, en hann er mennskur og getur ekki skorað úr öllum færum sem hann kemst í."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner