Víkingur tók þá ákvörðun að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars Gunnlaugssonar, yrði eftirmaður Arnars þegar Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari snemma árs.
Ákvörðunin var aðeins umdeilt, einhverjir sögðu að Víkingar væru að fara auðveldu leiðina, lötu leiðina, að ráða inn aðstoðarmanninn. Sölvi gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari. Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, sem hafði mikið um það að segja að Sölvi yrði ráðinn.
Ákvörðunin var aðeins umdeilt, einhverjir sögðu að Víkingar væru að fara auðveldu leiðina, lötu leiðina, að ráða inn aðstoðarmanninn. Sölvi gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari. Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, sem hafði mikið um það að segja að Sölvi yrði ráðinn.
„Ég er bara gríðarlega stoltur af mínum manni. Ég efaðist ekkert um þetta, en þetta er samt búið að vera upp og niður, stress og allt mögulegt með þessu. En hann hefur bara staðið það af sér og staðið sig gríðarlega vel. Leikmennirnir eru gríðarlega ánægðir með hann, stjórn er gríðarlega ánægðir með hann og stuðningsmenn. Það eru allir gríðarlega ánægðir með hann og ég er umfram allt stoltur af honum að hafa tekið á þessu og unnið þennan titil í fyrstu tilraun," segir Kári.
„En það má ekki heldur gleyma öllum kringum í þetta, besta stjórn á landinu, besta stuðningsfólkið - gjörsamlega tryllt! Allt í kringum þetta hjá okkur er á nýju 'leveli' og við erum gríðarlega stoltir af öllu sem er búið að gerast hérna í félaginu," segir Kári.
Hann ræddi nánar við Fótbolta.net um titilinn og verður meira úr viðtalinu birt seinna í dag.
Athugasemdir