
Kylian Mbappe, einn besti fótboltamaður heims, var tekinn af velli á 83. mínútu í 3-1 sigri Real Madrid gegn Villarreal. Mbappe hafði skorað í leiknum en hann fékk aðhlynningu áður en ákveðið var að taka ekki neina áhættu og taka hann af velli.
Xabi Alonso, stjóri Real Madrid, sagði eftir leik að hann væri ekki viss um hvort Mbappe færi til móts við franska landsliðið sem er að fara að mæta Aserbaídsjan og Íslandi.
Nú hefur verið staðfest að Mbappe muni fara í herbúðir franska liðsins þar sem læknateymi liðsins mun skoða hann ítarlega. Hann er að glíma við ökklameiðsli.
Xabi Alonso, stjóri Real Madrid, sagði eftir leik að hann væri ekki viss um hvort Mbappe færi til móts við franska landsliðið sem er að fara að mæta Aserbaídsjan og Íslandi.
Nú hefur verið staðfest að Mbappe muni fara í herbúðir franska liðsins þar sem læknateymi liðsins mun skoða hann ítarlega. Hann er að glíma við ökklameiðsli.
Það vantar þegar marga öfluga leikmenn í franska hópinn en þar á meðal er Ballon d’Or gullboltahafinn Ousmane Dembele. Einnig eru Desire Doue, Rayan Cherki, Randal Kolo Muani og Marcus Thuram fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Leikur Íslands og Frakklands verður á Laugardalsvelli eftir viku.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 6 |
2. Ísland | 2 | 1 | 0 | 1 | 6 - 2 | +4 | 3 |
3. Úkraína | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 3 | -2 | 1 |
4. Aserbaísjan | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 6 | -5 | 1 |
Athugasemdir