Finnur Tómas Pálmason hefur ekki átt gott tímabil og var í útvarpsþætinnum Fótbolti.net valinn mestu vonbrigði tímabilsins til þessa hjá KR.
Bjarni Guðjónsson, fyrrum leikmaður, þjálfari og framkvæmdastjóri KR, var ósáttur með varnarleik KR-inga í seinna marki Aftureldingar og tók Finn Tómas sérstaklega fyrir í Stúkunni á Sýn Sport.
„Hér er Michael Akoto að berjast og reyna að vinna boltann en það sem aðrir leikmenn KR inn í vítateignum gera hér og hafa gert ítrekað í sumar eru vinnubrögð sem eru ekki viðunandi.“
„Akoto er að berjast en Finnur Tómas stendur kyrr. Þarna kemst einn Mosfellingur í boltann, boltinn fer í stöngina, hrekkur aftur út og næsti kemur í boltann. Finnur Tómas hefur ekki ennþá tekið skref í átt að boltanum til að reyna að hreinsa boltann út úr vítateignum.“
„Á hættulegasta staðnum á vellinum, beint fyrir framan markið þitt. Þarna ertu að spila með liði sem er að berjast fyrir lífi sinu og fyrir því að halda sér í deildinni,“ sagði Bjarni.
KR er í botnsæti deildarinnar þremur stigum frá öruggu sæti nú þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið mætir ÍBV í næsta leik eftir landsleikjagluggann.
KR hefur aðeins einu sinni fallið úr efstu deild en það var sumarið 1977, liðið hefur verið lengst allra núverandi félaga í efstu deild.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 25 | 15 | 6 | 4 | 54 - 30 | +24 | 51 |
2. Valur | 25 | 13 | 5 | 7 | 57 - 40 | +17 | 44 |
3. Stjarnan | 25 | 12 | 5 | 8 | 47 - 41 | +6 | 41 |
4. Breiðablik | 25 | 10 | 9 | 6 | 42 - 38 | +4 | 39 |
5. FH | 25 | 8 | 8 | 9 | 42 - 38 | +4 | 32 |
6. Fram | 25 | 9 | 5 | 11 | 36 - 36 | 0 | 32 |